Tímareim og tímareimaskipti

Tímareim

BÓKAÐU TÍMA
AFBÓKA


Tímareim og tímareimaskipti

Hvenær þarf að skipta um tímareim?

Tímareim og tímareimaskipti í bílum eru mikilvæg enda getur farið illa ef skipti á tímareim er trassað. Skipta þarf um tímareim í öllum bílum sem þannig eru útbúnir skv. reglum framleiðanda bílsins. Það er misjafnt eftir bíltegundum og bílgerðum og jafnvel misjafnt eftir vélargerðum hvenær skipta þarf um tímareim. Venjulega er miðað bæði við notkun bílsins eða aldur hans og þarf að skipta um tímareim eftir því hvort kemur fyrr. Viðmið framleiðanda er hámarksviðmið en Vélaland mælir með að skipta heldur fyrr til öryggis.Þegar um blautreim (wet belt) er að ræða þá mælir Brimborg með að skipt sé jafnvel helmingi fyrr miðað við akstur eða tíma.

Til að viðhalda fyrirfram ákveðinni endingu þarf að fylgja þjónustuferli framleiðanda, til dæmis með reglulegum olíuskiptum. Sé því ekki fylgt getur endingin styst auk þess sem veðurfar, akstur við erfiðar aðstæður t.d. á mjög rykugum vegum eða notkun á rangri smurolía haft neikvæð áhrif til styttingar á endingu.

Hvað gerist ef tímareim fer?

Fari tímareim í bíl á ferð getur orðið mikið tjón á vélinni. Ventlar geta bognað eða brotnað og stimplar og stimpilstangir geta skemmst. Viðgerðarkostnaður getur numið hundruðum þúsunda eftir því hversu illa fer. Því er mikilvægt að kanna hvenær skipta á um tímareim og býður Vélaland bílaverkstæði þá þjónustu að kanna hvenær skipta á um tímareim í þínum bíl.

Þarf að skipta um vatnsdælu líka?

Við tímareimaskipti þá er skipt um tímareimina sjálfa, strekkjara og strekkjarahjól og einnig er skipt um viftureim. Vatnsdæla er alltaf skoðuð og skipt um ef þörf er á en ef vatnsdælan er knúin af tímareiminni þá er venjulega skipt um hana líka. Ef um er að ræða svokallaða blautreim "wet belt" þá er einnig skipt um smurolíu á vél. Ef um þurrreim er að ræða er óþarfi að skipta um smurolíu á vél nema kominn sé tími á olíuskipti og þá getur verið hagstætt að gera það í leiðinni.

Það er hluti af viðgerðar- og kostnaðaráætlun að ákveða hvað þarf að gera áður en viðgerð hefst. Ef eitthvað kemur í ljós í viðgerðarferlinu sem ekki var hluti af viðgerðaráætlun þá höfum við samband við bíleigandann, öflum okkur heimildar og upplýsum um áætlaðan kostnað áður en haldið er áfram með verkefnið.

Vélaland bílaverkstæði skiptir líka um tímakeðjur í bílum ef þörf er á en þær endast oftast bílinn.

Fast verð tilboð í tímareimar og tímareimaskiptiTímareim

Vélaland bílaverkstæði býður fast verð í tímareimaskipti og tímareimar eftir bíltegund og gerð og innfelur tilboðið alla vinnu og efni við viðgerðina. Mun ódýrara er að skipta á réttum tíma um tímareim en að trassa tímareimaskipti og sitja uppi með stórtjón. Þú færð tímareimaskipti á hagstæðu verði hjá Vélalandi og við útvegum viðeigandi varahluti m.a. tímareimar eða tímareimasett á hagstæðu verði líka. Við metum hvort skipta þurfi um vatnsdælu þegar við framkvæmum tímareimaskipti  en við mælum sterklega með því ef þörf er á og látum þig vita hver kostnaðurinn verður áður en við hefjumst handa.

Ráðgjöf um tímareima- og tímakeðjuskipti

Ef þú ert óviss um hvenær þú átt að skipta um tímareim eða tímakeðju í bílnum þínum þá skaltu hafa strax samband við þjónustufulltrúa Vélalands og við könnum fyrir þig hvenær ráðlegt er að skipta um.

Ábyrgð á tímareimaskiptum

Vélaland tryggir lögbundna ábyrgð skv. þjónustukaupalögum á tímareimaskiptum og tímareimum og ferli okkar gera ráð fyrir rekjanleika allra verkefna. Ef þú vilt hrósa okkur fyrir vel unnið verk, koma með ábendingu eða ert ósátt(ur) við bílaviðgerð hjá Vélalandi þá tryggjum við auðveldan og hraðan farveg með því að smella á hrós/ábending/kvörtun.

Tímareimaskipti eða tímakeðjuskipti er hægt að bóka á verkstæðum Vélalands sem útvega einnig viðeigandi varahluti. Brimborg framkvæmir aðeins tímareimaskipti og tímakeðjuskipti ef varahlutir eru útvegaðir af Brimborg en ekki ef bíleigandi kemur með varahluti.

BÓKAÐU TÍMA
AFBÓKA
SENDA FYRIRSPURN Á JAFNASEL 6 
SENDA FYRIRSPURN Á DALSHRAUN 5 

Svæði

Hvar er Vélaland bílaverkstæði?

Vélaland bifreiðaverkstæði eru í eða nálægt eftirtöldum sveitarfélögum:

Allt um Vélaland

Aðalsímanúmer: 515 7170

Persónuvernd

Bókaðu tíma hér

Kt.: 701277-0239 VSK.NR.: 11650

Skráning á póstlista

Skráðu þig á póstlista Vélalands og fáðu forskot á fréttir og tilboð.

Skráðu þig hér

 

EINFALDAR GREIÐSLUR MEÐ PEIPei
Hægt er að greiða með Pei hjá Vélalandi. Meira hér.

Bílaverkstæðið Vélaland býður allar bílaviðgerðir fyrir allar tegundir bíla hvort sem um er að ræða; - Bílaviðgerðir fyrir Toyota - Bílaviðgerðir fyrir Volkswagen - Bílaviðgerðir fyrir VW - Bílaviðgerðir fyrir Chevrolet - Bílaviðgerðir fyrir Daihatsu - Bílaviðgerðir fyrir Kia - Bílaviðgerðir fyrir Skoda - Bílaviðgerðir fyrir Ford - Bílaviðgerðir fyrir Honda - Bílaviðgerðir fyrir Renault - Bílaviðgerðir fyrir Hyundai - Bílaviðgerðir fyrir Mercedes Benz - Bílaviðgerðir fyrir Mazda - Bílaviðgerðir fyrir Nissan - Bílaviðgerðir fyrir Suzuki - Bílaviðgerðir fyrir Subaru - Bílaviðgerðir fyrir Audi - Bílaviðgerðir fyrir Citroen - Bílaviðgerðir fyrir Bmw - Bílaviðgerðir fyrir Volvo - Bílaviðgerðir fyrir Peugeot - Bílaviðgerðir fyrir Dacia - Bílaviðgerðir fyrir Opel - Bílaviðgerðir fyrir Mitsubishi - Bílaviðgerðir fyrir Lexus - Bílaviðgerðir fyrir Isuzu - Bílaviðgerðir fyrir Porsche - Bílaviðgerðir fyrir Fiat - Bílaviðgerðir fyrir Jeep - Bílaviðgerðir fyrir Dodge - Bílaviðgerðir fyrir Land Rover - Bílaviðgerðir fyrir Chrysler