Framrúðuviðgerðir
Framrúðuviðgerðir geta verið góður kostur og sparað mikla fjármuni en eiga helst við verði framrúða fyrir minniháttar steinkasti og ekki er t.d. hægt að gera við framrúðu sé skemmdin í sjónlínu bílstjórans. Fagmenn Vélalands bílaverkstæðis er vanir að vinna við framrúðuviðgerðir. Starfsmenn Vélalands sjá um öll samskipti við tryggingarfélög vegna framrúðuviðgerða. Kostir við framrúðuviðgerðir í stað framrúðuskipta eru að tryggingarfélög bjóða framrúðuviðgerð án kostnaðar fyrir bíleigandann (eigináhætta fellur niður) og framrúðuviðgerð er fljótari en framrúðuskipti. Vélaland er með samning við tryggingafélögin vegna rúðuskipta og rúðuviðgerða.
Vélaland veitir lögbundna ábyrgð á framrúðuviðgerðum og tryggir ávallt rekjanleika við öll verkefni. Ef þú vilt hrósa okkur fyrir vel unnið verk, koma með ábendingu eða ert ósátt(ur) við bílaviðgerð hjá Vélalandi þá tryggjum við auðveldan og hraðan farveg með því að smella á hrós/ábending/kvörtun.