Hjólastilling

Hjólastilling

Hjólastillingar hjá Vélalandi eru unnar í samstarfi við Brimborg og Velti.

Verkstæði Brimborgar og Veltis geta hjólastillt allar gerðir og tegundir bíla með afar fullkomnum búnaði. Hjólastilling er nauðsynleg, eykur líftíma dekkja, eykur öryggi, minnkar eldsneytiseyðslu og dregur úr mengun.

Hjólastillingar fyrir allar gerðir og tegundir fólksbíla, jeppa, pallbíla og minni sendibíla:
-    Verkstæði Brimborgar Bíldshöfða 6 & 8 | Tímabókanir hér

Hjólastillingar fyrir allar gerðir og tegundir vörubíla, kassabíla, stærri sendibíla, rútur og breytta jeppa og pallbíla ásamt útgáfu á vottorði fyrir breytingaskoðun:
-    Verkstæði Veltir Xpress – Hádegismóum 8 | Tímabókanir hér


Nokkur atriði sem gott er að hafa í huga varðandi hjólastillingar:

Bíll gæti þarfnast hjólastillingar ef þú finnur fyrir þessum atriðum:

  •      Stýri er ekki í réttri stöðu þegar ekið er á beinum vegi
  •      Bíllinn rásar frá einum vegarhelming til annars
  •      Bíllinn leitast við að beygja til hliðar við hemlun
  •      Slit á dekkjum ójafnt
  •      Eldsneytiseyðsla hefur aukist sem gæti bent til vanstillingar hjóla
  •      Aðvörun í mælaborði frá veggripskerfi bílsins

Virðisaukaskattur er endurgreiddur af vinnulið vegna bílaviðgerða á fólksbílum í einkaeigu. Fjárhæð vinnuliðar þarf að ná lágmarki 25.000 kr. án vsk til að öðlast endurgreiðslu.

Hjólastilling er nauðsynleg ef hjólin hafa skekst af einhverjum ástæðum. Það hefur áhrif á stýrishæfni bílsins og veldur því að dekk slitna hraðar sem getur verið mjög kostnaðarsamt. Skökk hjól skapa einnig meiri eyðslu á eldsneyti. Starfsmenn verkstæðanna eru þaulvanir og fljótir að hjólastilla. Hjólastillingar eru á föstu verði eftir bíltegund og bílgerð. Komi í ljós að fara þarf í viðgerð í framhaldi af hjólastillingu þá er liggur kostnaðaráætlun alltaf fyrir áður en hafist er handa við viðbótarverk.

 

Svæði

Hvar er Vélaland bílaverkstæði?

Vélaland bifreiðaverkstæði eru í eða nálægt eftirtöldum sveitarfélögum:

Allt um Vélaland

Aðalsímanúmer: 515 7170

Persónuvernd

Bókaðu tíma hér

Kt.: 701277-0239 VSK.NR.: 11650

Skráning á póstlista

Skráðu þig á póstlista Vélalands og fáðu forskot á fréttir og tilboð.

Skráðu þig hér

 

EINFALDAR GREIÐSLUR MEÐ PEIPei
Hægt er að greiða með Pei hjá Vélalandi. Meira hér.

Bílaverkstæðið Vélaland býður allar bílaviðgerðir fyrir allar tegundir bíla hvort sem um er að ræða; - Bílaviðgerðir fyrir Toyota - Bílaviðgerðir fyrir Volkswagen - Bílaviðgerðir fyrir VW - Bílaviðgerðir fyrir Chevrolet - Bílaviðgerðir fyrir Daihatsu - Bílaviðgerðir fyrir Kia - Bílaviðgerðir fyrir Skoda - Bílaviðgerðir fyrir Ford - Bílaviðgerðir fyrir Honda - Bílaviðgerðir fyrir Renault - Bílaviðgerðir fyrir Hyundai - Bílaviðgerðir fyrir Mercedes Benz - Bílaviðgerðir fyrir Mazda - Bílaviðgerðir fyrir Nissan - Bílaviðgerðir fyrir Suzuki - Bílaviðgerðir fyrir Subaru - Bílaviðgerðir fyrir Audi - Bílaviðgerðir fyrir Citroen - Bílaviðgerðir fyrir Bmw - Bílaviðgerðir fyrir Volvo - Bílaviðgerðir fyrir Peugeot - Bílaviðgerðir fyrir Dacia - Bílaviðgerðir fyrir Opel - Bílaviðgerðir fyrir Mitsubishi - Bílaviðgerðir fyrir Lexus - Bílaviðgerðir fyrir Isuzu - Bílaviðgerðir fyrir Porsche - Bílaviðgerðir fyrir Fiat - Bílaviðgerðir fyrir Jeep - Bílaviðgerðir fyrir Dodge - Bílaviðgerðir fyrir Land Rover - Bílaviðgerðir fyrir Chrysler