Hemlavarahlutir
Hemlavarahlutir fyrir hemlaviðgerðir fást hjá Vélalandi í allar tegundir bíla og á mjög hagstæðu verði m.a. hemladiskar, hemlaborðar, hemlaklossar, hemlaskálar, hemlarör og hemlaslöngur. Hemlakerfi bílsins verður að vera i fullkomnu lagi því slitnir hemlahlutir skapa hættu í umferðinni.
Vélaland bílaverkstæði sér um hemlaviðgerðir og útvegar hemlavarahluti í allar hemlaviðgerðir á mjög hagstæðu verði en hagstætt verð hemlavarahluta hjá Vélaland er ávöxtur hagstæðra samninga við innlenda sem erlenda birgja vegna magnkaupa. Vélaland býður líka þá þjónustu að viðskiptavinir komi með sína eigin hemlavarahluti og láti Vélaland bílaverkstæði sjá um ísetningu. Þitt er valið en þá um leið ábyrgðin.
Ábyrgð á hemlavarahlutum
Vélaland veitir lögbundna ábyrgð á hemlavarahlutum og tryggir ávallt rekjanleika við öll verkefni. Ef þú telur ástæðu til að hrósa okkur fyrir vel unnið verk, koma með ábendingu eða ert ósátt(ur) við bílaviðgerð hjá Vélalandi þá tryggjum við auðveldan og hraðan farveg með því að smella á hrós/ábending/kvörtun.
BÓKAÐU TÍMA |
AFBÓKA |
SENDA FYRIRSPURN Á JAFNASEL 6 |
SENDA FYRIRSPURN Á DALSHRAUN 5 |