Höggdeyfar og gormar
Höggdeyfar eru mikilvægur hluti fjöðrunarkerfis bílsins ásamt gormum og saman mynda þeir eitt af öryggiskerfum bílsins. Vélaland bílaverkstæði skiptir um höggdeyfa og gorma á föstu verði og útvegar varahluti til verksins á hagstæðu verði. Vilji svo til að gera þurfi við meira en bara höggdeyfa og gorma þá er ekki haldið áfram nema kostnaðaráætlun liggi fyrir og viðskiptavinur hafi samþykkt áframhald verksins.
BÓKAÐU TÍMA |
AFBÓKA |
SENDA FYRIRSPURN Á JAFNASEL 6 |
SENDA FYRIRSPURN Á DALSHRAUN 5 |
Ábyrgð á höggdeyfum og gormum
Vélaland veitir lögbundna ábyrgð á höggdeyfaskiptum og gormaskiptum og skráir allt viðgerðarferlið til að auka rekjanleika verksins. Ef þú vilt hrósa okkur fyrir vel unnið verk, koma með ábendingu eða ert ósátt(ur) við bílaviðgerð hjá Vélalandi þá tryggjum við auðveldan og hraðan farveg með því að smella á hrós/ábending/kvörtun.