Bílaviðgerðir
Bílaviðgerðir er sérgrein Vélalands bílaverkstæðis sem er rótgróið verkstæði sem sinnir öllum bílaviðgerðum fyrir flest allar tegundir fólksbíla, jeppa, pallbíla og sendibíla. Hvort sem um er að ræða stærri viðgerðir eða smærri þá er Vélaland rétta verkstæðið fyrir bílaviðgerðir. Við sjáum um tímareimaskipti, hemlaviðgerðir, olíuskipti, höggdeyfa og gorma, kúplingsskipti og ýmsar viðgerðir á hjólabúnaði og skiptum m.a. um hjólalegur og stýrisenda svo fátt eitt sé nefnt.
BÓKAÐU TÍMA |
AFBÓKA |
Fagmenn í bílaviðgerðum
Vélaland hefur á að skipa vel menntuðum bifvélavirkum sem eru með áralanga reynslu í bílaviðgerðum. Vélaland bílaverkstæði er vel búið tækjum til að sinna öllum bílaviðgerðum. Starfsmenn Vélalands búa yfir yfirgripsmikilli þekkingu við bílaviðgerðir og fá reglulega þjálfun til að takast á við viðgerðir bíla af nýjustu tegundum.
Ódýrar bílaviðgerðir og fast verð eða tilboð
Vélaland býður ódýrar bílaviðgerðir og gerir að tilboð í stærri verk. Vélaland vinnur með fast-tímaaðferð og því veit viðskiptavinurinn ávallt hvað verkið mun kosta áður en vinna hefst. Komi í ljós að meira er að bílnum en upphaflega var gert ráð fyrir er ávallt haft samband við viðskiptavin sem metur hvort halda á áfram með verkið.
Bílavarahlutir fyrir bílaviðgerð
Vélaland útvegar alla bílavarahluti sem þarf til bílaviðgerða og tryggir gæði og besta mögulega verð varahluta með hagstæðum magnkaupasamningum við birgja, bæði innlenda og erlenda. Vélaland tryggir lögbundna ábyrgð á öllum varahlutum sem notaðir eru.
Bell Add vélahreinsiefni og Bell Add eldsneytisbætiefni fást hjá Vélalandi og fjölda verkstæða um land allt.
Ábyrgð bílaviðgerða og bílavarahluta
Vélaland fylgir í hvívetna þjónustukaupalögum um ábyrgð vegna þjónustukaupa og ábyrgð vegna varahlutakaupa og tryggir rekjanleika allra bílaviðgerða. Ef þú vilt hrósa okkur fyrir vel unna bílaviðgerð, koma með ábendingu eða er ósátt(ur) við bílaviðgerð hjá Vélalandi þá tryggjum við auðveldan og hraðan farveg með því að smella á hrós/ábending/kvörtun.
BÓKAÐU TÍMA |
AFBÓKA |
SENDA FYRIRSPURN Á JAFNASEL 6 |
SENDA FYRIRSPURN Á DALSHRAUN 5 |