Bell Add ServiceRens 2B og 2D vélahreinsiefni

Bell Add ServiceRens 2B og 2D vélahreinsiefni

Sérstaklega ætlað í sográs og vegna brennslu smurolíu í bensín– og dísilbílum.

Hvað er Bell Add ServiceRens 2B o 2D?

ServiceRens 2 er notaður til hreinsunar á dísil– og bensínhreyflum ásamt EGR ventli og hvarfakút. Notist í þjónustuskoðunum eða til að laga gangtruflanir meðal annars vegna koks og óhreininda í hreyfli. Efninu er úðað inn í sográsina. Hreyfillinn á að hafa náð vinnuhita og vera í lausagangi. Eftir hreinsun á að aka bílnum létt í minnst 10 mínútur. Í venjulegri þjónustuskoðun á að nota 0,2 lítra á hver 100 hestöfl. Mjög mikið koks í hreyfli getur kallað á hreinsun í tvö til þrjú skipti. Eftir hverja hreinsun á að aka bílnum létt minnst 10 km. Efnið er ekki eldfimt. Inniheldur ekki efni sem geta skaðað hreyfil eða hvarfakút.

Kostir Bell Add vélahreinsiefnanna

  • Sográsin hreinsast.
  • Brunahóflin hreinsast.
  • Hvarfakúturinn hreinsast.
  • Fastir stimpilhringir hreinsast og
  • losna.
  • Mengun minnkar.
  • Súrefnisskynjari hreinsast (bensínbíll).

Aðgerð gegn smurolíubrennslu

Við hreinsun og losun á stimpilhringjum á hreyflum sem brenna smurolíu skal fjarlægja kertin og innihaldi ServiceRens 2B brúsa er deilt jafnt og úðað inn um hvert kertagat. Hreyfillinn á að vera heitur. Kertin eru sett aftur í og efnið er látið liggja á stimplunum í um það bil fjórar klukkustundir. Eftir um það bil fjórar klst. eru kertin tekin úr á nýjan leik og það sem eftir er af efninu er sogað út úr hverjum strokk. Hreinsað er enn frekar með því að blása þrýstilofti inn um kertagötin. Haldið klúti yfir kertagötunum til að koma í veg fyrir að efnið dreifist út í umhverfið. Skipta skal um smurolíu og smurolíusíu eftir hreinsun.

Aðgerð

Þannig virkar Bell Add ServiceRens 2B og 2D vélahreinsiefnin

ServiceRens 2B og 2D eru notuð til að hreinsa sográs, brunahólf, stimpilhringi, súrefnisskynjara og hvarfakút. Efninu er annað hvort úðað inn í sográsina og fer það með loftstraumnum í gegnum sográsina eða því er úðað beint ofan á stimplana í gegnum kertagötin ef hringirnir eru fastir vegna brenndrar smurolíu. Hreinsiefnið vinnur með því að gangast í samband við óhreinindalög í hreyfli. Óhreinindin breytast í smágerðar óskaðlegar agnir sem losna frá yfirborði málmflata og hverfa því næst með útblæstrinum.

Fyrir  Eftir
     Fyrir hreinsun.                            Eftir hreinsun með Belladd.

Við venjulega notkun hreinsar ServiceRens 2B og 2D hreyfilinn allt frá sográs til púströrs. Fyrst hreinsast sográsin, næst ventlar, brunahólf og loks súrefnisskynjari og hvarfakútur. Fleiri en ein aðgerð getur verið nauðsynleg ef óhreinindalögin eru þykk og útbreidd og hreinsa á alla hluta hreyfils. Smurolíuhúðin í hreyflinum skaðast ekki af ServiceRens 2B og 2D. Hreinsaðir fletir eru varðir með sérstökum efnum og þessi efni hindra um tíma að ný lög óhreininda myndist. Hreinsunin tryggir eðlilegt loftflæði til brunahólfa og þjöppun verður betri. Hreinsun á súrefnisskynjara og hvarfakút tryggir góðan bruna, lægri mengunargildi í útblæstri og þar með hagkvæma nýtingu eldsneytis. Þetta leiðir til þýðari gangs og minni mengunar.

Brúsi 2D

Betri gildi í útblæstri og HC

Mælingar voru gerðar á 40 bílum sem voru valdir tilviljunarkennt af Fræðslumiðstöð bílgreina í Friðrikshöfn. Árangurinn náðist með því að nota samhliða ServiceRens 1B og 1D og ServiceRens 2B og 2D. Stíflaður EGR ventill EGR kerfum er ætlað að mæta kröfum um takmarkaða mengun sérstaklega er varðar NOX. Olíu / sótmyndun í EGR búnaði og sográs myndast vegna smurolíuúða frá PVC-búnaði hreyfils og útblæstri frá EGR búnaði sem streymir í sográsina. Óhreinindi geta dregið verulega úr loftflæði og minnkað afl hreyfils.

ServiceRens 2B og 2D virkar á...

  • EGR ventil
  • Forþjöppu
  • Súrefnisskynjara
  • Hvarfakút
  • Millikæli
  • Sogspjald
  • Ventla
  • Brunahólf
  • Stimpilhringi

Hvarfakútur fyrir og eftir hreinsun

  • Þverrandi vélarorka, svartur reykur og léleg nýting eldsneytis er afleiðing af stífluðum rásum í hvarfakút.

Stíflaður EGR ventill 

  • EGR kerfum er ætlað að mæta kröfum um takmarkaða mengun sérstaklega er varðar NOX. Olíu / sótmyndun í EGR búnaði og sográs myndast vegna smurolíuúða frá PVC-búnaði hreyfils og útblæstri frá EGR búnaði sem streymir í sográsina. Óhreinindi geta dregið verulega úr loftflæði og minnkað afl hreyfils.

Hafðu samband við þjónustufulltrúa hjá Vélaland bílaverkstæði til að fá nánari upplýsingar um Bell Add vélahreinsiefnin og hvernig þau geta gert bílinn þinn betri.

BÓKAÐU TÍMA
AFBÓKA

Svæði

Hvar er Vélaland bílaverkstæði?

Vélaland bifreiðaverkstæði eru í eða nálægt eftirtöldum sveitarfélögum:

Allt um Vélaland

Aðalsímanúmer: 515 7170

Persónuvernd

Bókaðu tíma hér

Kt.: 701277-0239 VSK.NR.: 11650

Skráning á póstlista

Skráðu þig á póstlista Vélalands og fáðu forskot á fréttir og tilboð.

Skráðu þig hér

 

EINFALDAR GREIÐSLUR MEÐ PEIPei
Hægt er að greiða með Pei hjá Vélalandi. Meira hér.

Bílaverkstæðið Vélaland býður allar bílaviðgerðir fyrir allar tegundir bíla hvort sem um er að ræða; - Bílaviðgerðir fyrir Toyota - Bílaviðgerðir fyrir Volkswagen - Bílaviðgerðir fyrir VW - Bílaviðgerðir fyrir Chevrolet - Bílaviðgerðir fyrir Daihatsu - Bílaviðgerðir fyrir Kia - Bílaviðgerðir fyrir Skoda - Bílaviðgerðir fyrir Ford - Bílaviðgerðir fyrir Honda - Bílaviðgerðir fyrir Renault - Bílaviðgerðir fyrir Hyundai - Bílaviðgerðir fyrir Mercedes Benz - Bílaviðgerðir fyrir Mazda - Bílaviðgerðir fyrir Nissan - Bílaviðgerðir fyrir Suzuki - Bílaviðgerðir fyrir Subaru - Bílaviðgerðir fyrir Audi - Bílaviðgerðir fyrir Citroen - Bílaviðgerðir fyrir Bmw - Bílaviðgerðir fyrir Volvo - Bílaviðgerðir fyrir Peugeot - Bílaviðgerðir fyrir Dacia - Bílaviðgerðir fyrir Opel - Bílaviðgerðir fyrir Mitsubishi - Bílaviðgerðir fyrir Lexus - Bílaviðgerðir fyrir Isuzu - Bílaviðgerðir fyrir Porsche - Bílaviðgerðir fyrir Fiat - Bílaviðgerðir fyrir Jeep - Bílaviðgerðir fyrir Dodge - Bílaviðgerðir fyrir Land Rover - Bílaviðgerðir fyrir Chrysler